ARGIA.eus

2022ko urtarrilaren 18a

Ein stærsta baráttuhátíð sem haldin hefur verið fyrir hönd einnar tungu heitir Korrika

  • Þann tuttugu maí munu Baskar standa fyrir einum fjölmennustu  hátíðarhöldum sem nokkur þjóð hefur staðið fyrir til stuðnings tungumáli sínu. Hundruð þúsunda manna munu taka þátt í þessum hátíðahöldum og taka höndum saman til að mynda órofna keðju sem mun bera táknrænan vott um tjáningarmátt tungumásins. Þátttakendur munu hlaupa tvö þúsund og þrjúhundruð kílómetra og sameina þannig flesta bæi og borgir í Baskalandi. Hlaupið stendur yfir í ellefu daga og tíu nætur, með veisluhöldum sem standa munu yfir í 210 klukkustundir. Baskaland er í Evrópu, mitt á milli suður Frakklands og norður Spánar.

Lander Arbelaitz Mitxelena @larbelaitz
2017ko martxoaren 30a

Í myndbandinu hér að neðan má sjá svipmyndir frá hátíðarhöldum fyrri ára.

 

Skipuleggjendur hátíðarinnar munu fela leynileg skilaboð í kefli sem ganga mun á milli þúsunda manna á meðan á hlaupinu stendur. Skilaboðin verða svo lesin við lokaathöfn hátíðarinnar. Það þykir mikill heiður að fá að bera þetta útskorna kefli með tákni Baskalands. Stofnanir, samtök, sem og einstaklingar kaupa áheit til styrktar þessu framtaki. Hlaupið er skipulagt af AEK samtökunum sem standa fyrir námskeiðum í Basknesku handa fullorðnum. Ágóðinn af þessu mikla framtaki rennur til þeirra samtaka.

Baskneska átti um langt skeið undir högg að sækja, og enn þann dag í dag er þetta tungumál sem talað er af u.þ.b. einni miljóna manna á lista UNESCO yfir tungumál sem talin eru í útrýmingarhættu. Þetta á einkum við í ákveðnum sveitarfélögum. Enda þótt Baskneska sé sums staðar opinbert tungumál, á það ekki við um flest svæði. Korrika hátíðarhöldunum er ætlað að sameina þessi svæði. Þeir íbúar sem vilja veg tungumáls síns sem mestan, nota tækifærið og skipuleggja fjölbreyttar uppákomur á götum úti þegar hlaupið á leið í gegnum þorp þeirra eða hverfi.

Líkt og á við um AEK samtökin sem standa fyrir þeim, þá eiga hátíðarhöldin upptök sín á meðal fóksins sjálfs og eru haldin á tveggja ára fresti. Í ár verða þau haldin í nítjánda sinn. Önnur samfélög þar sem tungumál er talað af fámennum hópi fólks hafa tekið eftir því hversu vel hefur tekist til með þessi hátíðahöld. Þar hefur í framhaldinu víða verið staðið fyrir hlaupahátíðum af svipuðu tagi. Þar á meðal má nefna Katalóníu, Írland og Galiza y Val d´Aran.

Hvaða gagn gerir Korrika Baskneskunni?

Einsog fyrr segir, hefur Basknesk tunga átt undir högg að sækja í seinni tíð, einkum síðustu þrjár aldirnar.  Fólk sem eingöngu talaði Basknesku hefur fyrir þær sakir orðið fyrir aðkasti og mátt þola sektir og jafnvel barsmíðar. Tilfinningalegur og pólitískur þrýstingur hefur einnig átt sin þátt í að þvinga fólk til að skipta um tungumál. Flestir málvísindamenn eru á einu máli um það að tungumálastefnur Spánar og Frakklands hafi haft neikvæð áhrif á Baskneskuna.

Hringurinn er líklega sorglegasta táknið um það ok sem Baskaneskan hefur mátt þola. Bannað var að tala Basknesku í skólum, og þegar kennarinn heyrði einhvern nemendanna tala tungumálið, var hinum seka afhentur hringur sem sá hinn sami átti síðan að afhenda næsta brotamanni, og þannig koll af kolli. Gekk hringurinn á milli nemendanna alla vikuna uns sá sem sat uppi með hann í lok vikunnar mátti fyrir vikið þola miskunnarlausa refsingu. Margir byrjuðu þannig að hata tungu sína og ákváðu því að kenna það ekki börnum sínum til að forða þeim frá þeim kvölum sem foreldrarnir þurftu að gangast undir. Mikill vitnsiburður er fyrir hendi um það víða í Baskalandi að notkun hringsins hafi verið stunduð töluvert að minsta kosti síðast liðnar tvær aldirnar. Margir sem enn eru á lífi muna þá meðferð sem honum fylgdi.

Einræðisstjórnin sem réð ríkjum á Spáni í fjörtíu ár bannaði með öllu notkun tungunar og var fylgst með fólki á götunum til að ganga úr skugga um að það væri ekki að tala Basknesku, og fylgdu því ströng viðurlög. Þannig tókst að útmá nánast með öllu Baskneskuna úr opinberu lífi í því yfirskyni að það stæði í vegi fyrir nútímanum.

Á sjötta og sjöunda áratugnum byrjaði leynilegt skólahald í heimahúsum þar sem kennd var Baskneska. Þannig varð smám saman til neðanjarðarhreyfing til stuðnings tungumálinu. Þúsundir manna lærðu lestur og skrift á Basknesku á áttunda áratugnum þegar hitna tók í kolunum á pólitískum vettvangi. Euzkaltzale hreyfingin kom þá til skjalanna til að mæta þessari þörf með AEK skólunum. Þegar einræðsstjórnin féll, árið 1980, fengu nokkrir hugsjónamenn þá hugmynd að halda Korrika hátíðna til að afla fjár.

Enda þótt þrátíu og fimm ár séu nú liðin síðan þá, er Baskneskan enn ekki orðið opinbert tungumál í stærstum hluta Baskalands. Á þessum svæðum þurfa börn að ferðast langar vegalengdir til að stunda nám á Basknesku, því almennir skólar bjóða ekki uppá slíkt nám. Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í samstarfi stofnana í milli á þeim svæðum þar sem Baskneskan er opinbert tungumál, halda Spænsk stjórnvöld ennþá uppteknum hætti við að lögsækja þær sveitarstjórnir sem sinna sínum málum á Basknesku.  Það er auk þess enn í fersku minni hjá Böskum þegar spænska lögreglan lét loka árið 2003 eina fréttablaðinu sem skrifað var á Basknesku og styrkt var af almennum borgurum. Í Frakklandi er Franska eina opinbera tungumálið, og dómar hafa verið kveðnir upp gegn skólum þar sem nám fer fram á Basknesku auk málsóknar gegn þorpi einu sem í Janúar síðast liðinn gerði Baskensku að opinberu tungumáli sínu.

Baskneskan er nú opinber, allir á Korrika!”

Sumir sérfræðingar halda því fram að helmingur þeirra sjö þúsund tungumála sem töluð eru í heiminum í dag muni deyja út áður en þessi öld er á enda. Baskar hafa komð í veg fyrir að tungumálið þeirra hyrfi, þótt enn sé mikið starf óunnið.

Setningar á borð við “Baskneskan er okkar eina frjálsa landsvæði”, “Tungumál glatast ekki vegna þess að þeir sem ekki kunna það læra það ekki, heldur vegna þess að þeir sem kunna það tala það ekki” eða “Hversu fagurt er að heyra þig tala Basknesku” má lesa víða á byggingum, stutterma bolum og búðum í Baskalandi.

Korrika er stórhátið sem kostar mikla skipulagsvinnu og leggja hundruðir sjálfboðaliða hönd á plóginn. Hátíðahöldin blása Böskum kjark í brjóst til að halda baráttunni til verndar tungumáli sínu áfram til að viðhalda sinni eigin veraldarsýn.

Fyrst skrifað á Basknesku af Lander Arbelaitz, frá Argia. Íslensk þýðing, unnin úr Spænsku, Haukur Ástvaldsson.

Kanal honetan artxibatua: Korrika

Korrika kanaletik interesatuko zaizu...
2021-12-17 | ARGIA
Korrika: 22 edizioetako kanten bilduma

40 urte igaro dira AEK-k lehenengo Korrika antolatu zuenetik. Lekukoak egindako ibilbideen, leloen, abestien eta omendutako pertsonen errepasoa jarraian.


2021-11-17 | ARGIA
Hitzetik ekintzetara pasatzeko deia eginez dator 22. Korrika

Hitzekin goiburua Euskal Herrian barrena zabalduz, hitzetik ekintzerata igarotzeko deia egin nahi dute. Martxoaren 31tik apirilaren 10era egingo da Korrika, eta Amurriotik Donostiara joango da.


2021-06-30 | ARGIA
Korsikeraren aldeko lasterketa egingo dute uztailaren 4an

Parlemu Corsu elkarteak antolatu du Currilingua, korsikeraren aldeko lasterketa. Igande honetan, uztailaren 4an, egingo dute lehen aldiz, Borgu eta Sulinzara artean.


Bretoieraren aldeko 'Korrika' ostiral honetan abiatuko da Finistèretik

Bi urtez jarraian ez egitea “eutsiezina” zela iritzita, Ar Redadeg bretoieraren aldeko lasterketa kalera ateratzea erabaki dute, osasun neurri zorrotzak betez. Euskal Herriko Korrikan oinarritua, 2008an hasi zuten ekimena Bretainian.


Irakurrienak
Azken albisteak
Argia buletina
Egunaren laburpena
zure e-postan
Eguneraketa berriak daude